Öflugur jarðskjálfti á Reykjanesi
Kröftugur jarðskjálfti fannst rétt í þessu á Reykjanesi. Fyrstu tölur veðurstofu benda til þess að skjálftinn hafi verið 5,3 að stærð.
Skjálftinn fannst víða samkvæmt samfélagsmiðlum, meðal annars á Suðurlandi og upp í Borgarfjörð.