Nýjast á Local Suðurnes

Flautuþristur Loga fer á flug á veraldarvefnum – Myndband!

Alþjóða körfuknattleikssambandið, FIBA, birtir af og til myndbönd af eftirminnilegum og flottum atvikum úr heimi körfuboltans á Fésbókarsíðu sinni, sem oft vekja athygli körfuknattleiksunnenda um heim allan.

Sambandið birti í dag myndband af eftirminnilegum flautuþristi Njarðvíkingsins Loga Gunnarssonar í leik gegn Tyrkjum á Evrópumótinu 2015 – Um 80.000 manns hafa kíkt á myndbandið, sem finna má hér fyrir neðan, á síðastliðnum 13 klukkustundum.