Nýjast á Local Suðurnes

Tvöföldun í bakgrunnsathugunum það sem af er ári á Keflavíkurflugvelli

Starfs­fólk sem fær aðgang að flug­vernd­ar­svæði Kefla­vík­ur­flug­vall­ar þarf að gangast undir bak­grunns­at­hug­an­ir, sem framkvæmdar eru af lögreglunni á Suðurnesjum fyrir hönd rekstraraðila flugvallarins, Isavia. Í ár hafa 1993 slíkar athuganir verið gerðar og samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins er um að ræða tvö­föld­un frá því á sama tíma á síðasta ári.

Af þessum tæplega tvö þúsund athugunum hafa tíu um­sagn­ir reynst nei­kvæðar og fjór­ar þeirra hafa verið um at­vinnuflug­menn í starfi hjá flug­fé­lög­un­um. Nei­kvæð um­sögn hef­ur sjálf­krafa í för með sér að starfs­fólki er meinað um aðgang að flug­höfn­inni og er því í raun um að ræða at­vinnum­issi.

Þrem­ur um­sögn­um hef­ur verið snúið við í já­kvæða um­sögn eft­ir stjórn­sýslukæru til inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.