Nýjast á Local Suðurnes

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja gaf HSS veglega peningagjöf

Sorpeyðingarstöð Suðurneja færði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eina og hálfa milljón króna að gjöf í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins á nýliðnu ári.

Gjöfin kom að góðum notum því HSS hefur nú nýtt fjármunina til kaupa á fimm eftirtöldum hlutum: Blöðruskanna fyrir slysa- og bráðadeild og heimahjúkrun, skoðunarbekk fyrir slysa- og bráðadeild, rafknúna göngugrind fyrir D deild, háa venjulega göngugrind fyrir D deild og eyrnaskolunartæki fyrir hjúkrunarmóttöku heilsugæslu.