Ellefu nýjar flugrútur teknar í notkun
Flybus fagnar 40 ára afmæli á árinu en flugvallarrútan var sett á laggirnar árið 1979 af Kynnisferðum sem reka þessa þjónustu enn. Flybus hefur í tilefni afmælisins tekið í notkun 11 nýja fólksflutningabíla, 10 af gerðinni VDL og einn frá Mercedes-Benz.
Áætlunarferðir Flybus eru í samræmi við allar komur og brottfarir frá Keflavíkurflugvelli.