Nýjast á Local Suðurnes

Viðræðuslit orsaka líklega endalok kísilmálmverksmiðju

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Arion banki og PCC hafa slitið formlegum viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Samhliða hefur Arion banki sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.

„Því er allt útlit fyrir að kísilverksmiðjan í Helguvík verði ekki gangsett á ný og að hún verði flutt eða henni fært nýtt hlutverk,“ segir í tilkynningu frá Arion banka.

Í tilkynningunni segir að í kjölfar viðræðuslita muni bankinn horfa til sölu á þeim innviðum sem eru til staðar í Helguvík, annað hvort til flutnings eða með það að markmiði að koma þar upp annars konar starfsemi en kísilframleiðslu.