Nýjast á Local Suðurnes

Risa framkvæmdir framundan á vegum Bandaríkjahers

Bandaríkjaher hyggur á 94 milljóna dala uppbyggingu innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli, eða sem samsvarar ríflega 12 milljörðum króna, á árunum 2023 til 2025. Í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir árið 2023 er gengið út frá því að framkvæmdin verði fullfjármögnuð á næsta ári. 

þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins um málið, en þar kemur einnig fram að um sé að ræða fimmtu stærstu fjárfestingu flughersins í stöku uppbyggingarverkefni á árinu 2023 á heimsvísu og stærstu fjárfestinguna í stöku verkefni utan Bandaríkjanna.

Fjármögnun er alfarið á herðum bandarískra stjórnvalda en að framkvæmdum loknum verða byggingarnar eign íslenska ríkisins, sem getur fengið afnot af þeim samkvæmt samkomulagi, segir jafnframt í umfjöllun blaðsins, sem birt verður í heild á morgun.