sudurnes.net
Risa framkvæmdir framundan á vegum Bandaríkjahers - Local Sudurnes
Bandaríkjaher hyggur á 94 milljóna dala uppbyggingu innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli, eða sem samsvarar ríflega 12 milljörðum króna, á árunum 2023 til 2025. Í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir árið 2023 er gengið út frá því að framkvæmdin verði fullfjármögnuð á næsta ári. þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins um málið, en þar kemur einnig fram að um sé að ræða fimmtu stærstu fjárfestingu flughersins í stöku uppbyggingarverkefni á árinu 2023 á heimsvísu og stærstu fjárfestinguna í stöku verkefni utan Bandaríkjanna. Fjármögnun er alfarið á herðum bandarískra stjórnvalda en að framkvæmdum loknum verða byggingarnar eign íslenska ríkisins, sem getur fengið afnot af þeim samkvæmt samkomulagi, segir jafnframt í umfjöllun blaðsins, sem birt verður í heild á morgun. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnGRAL fékk styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinuLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaAfsláttur af notendagjöldum á Keflavíkurflugvelli minnkar árstíðarsveiflurMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkGarður stendur vel fjárhagslegaIsavia framkvæmir fyrir 12 milljarðaMennta og menningarsjóður Voga auglýsir eftir umsóknumNýjar reglur varðandi heimsóknir á HSSFarþegafjöldi Icelandair á þessu ári kominn yfir þrjár milljónir