Nýjast á Local Suðurnes

Atvinnuleysi mælist 17% í Reykjanesbæ – “Sannfærður um að við komumst í gegnum þetta saman”

Atvinnuleysi mælist nú 17% í Reykjanesbæ sem er það mesta á landinu. Í undirbúningi er að koma á fót teymi um viðbrögð við ört vaxandi atvinnuleysi.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segist í pistli á heimasíðu sveitarfélagsins vera sannfærður um að íbúar sveitarfélagsins komist í gegnum þetta saman og muni ná sér á strik fyrr en síðar.

“Undirbúningur við að reisa okkar góða samfélag við er þegar hafinn og erum við í samstarfi við fjölmarga góða aðila í því krefjandi verkefni.” Segir í pistlinum.