Vínbúðirnar loka komi til verkfalls – Opið til klukkan18 í dag
Komi til verkfalls aðildarfélaga BSRB munu Vínbúðirnar verða lokaðar á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur frá ÁTVR munu aðgerðirnar leiða til þess að öllum verslunum fyrirtækisins verður lokað ásamt dreifingarmiðstöð sem rekin er á þess vegum.
Um er að ræða eftirfarandi daga í mars og apríl; 9.-10. mars, 17.-18. mars, 24. og 26. mars, 31. mars, 1. apríl og 15.-25. apríl.
Vínbúðin í Reykjanesbæ er opin til klukkan 18 í dag.