Nýjast á Local Suðurnes

Gera athugasemdir við tillögur að nafni á sameinað sveitarfélag – “Kann að valda flækjustigi”

Sveitarfélögin Garður og Sandgerði hafa óskað eftir umsögnum Grindavíkurbæjar, Voga og Reykjanesbæjar varðandi tillögur að nýju nafni á sameinað sveitarfélag Garðs og Sangerðis, en þrjár tillögur bárust sem innihalda nafnið “Suðurnes;” Suðurnesjabyggð, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Suðurnes.

Bæjarstjórn Grindavíkur og bæjarráð Sveitarfélagins Voga benda á í bókunum sínum að með notkun á nafni sem inniheldur orðið “Suðurnes” kunni að koma upp flækjustig gagnvart þeim samtökum og sameiginlegu stofnunum sem eru í landshlutanum og kenna sig við Suðurnes. Þá kemur fram í leiðbeiningum Örnefnanefndar að krafa sé gerð um að viðkomandi sveitarfélag nái yfir meirihluta þess svæðis sem nafnið tengist og að meirihluti íbúa svæðisins búi í því sveitarfélagi.

Bæjárráð Reykjanesbæjar gerði ekki athugasemdir við notkun sameinaðs sveitarfélags á nafninu á fundi sínum á dögunum.