Kröftugur morgunskjálfti
Kröfugur jarðskjálfti mældist rétt fyrir klukkan 9 í morgun og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var hann sennilega 4,6 stig en verið er að yfirfara hann.
Jarðskjálftinn var nær Eldvörpum en fyrri skjálftar eða rétt sunnan við Sandfellshæð. Eldvörp er 10 km löng gígaröð norðvestur af Grindavík, segir á vef mbl.is.