Nýjast á Local Suðurnes

Banaslys á Grindavíkurvegi

Banaslys varð á Grindavíkurvegi í morgun þegar tveir bílar með þremur innanborðs lentu í árekstri rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu.

Það var klukkan 08:56 sem Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um harðan árekstur tveggja bifreiða á Grindavíkurvegi norðan við afleggjarann að Bláa lóninu og var veginum lokað í um þrjár klukkustundir.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum lést 18 ára stúlka í slysinu og einn aðili er alvarlega slasaður og er á gjörgæsludeild.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum.