sudurnes.net
Banaslys á Grindavíkurvegi - Local Sudurnes
Banaslys varð á Grindavíkurvegi í morgun þegar tveir bílar með þremur innanborðs lentu í árekstri rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu. Það var klukkan 08:56 sem Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um harðan árekstur tveggja bifreiða á Grindavíkurvegi norðan við afleggjarann að Bláa lóninu og var veginum lokað í um þrjár klukkustundir. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum lést 18 ára stúlka í slysinu og einn aðili er alvarlega slasaður og er á gjörgæsludeild. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Meira frá SuðurnesjumStærsti skjálftinn við Bláa lóniðMilljónirnar streyma inn – Gestir Bláa lónsins greiða um 16 milljónir króna í aðgangseyri á dagBláa lónið fær langmest út úr ferðatékkanumKörfuboltavöllur til minningar um Ölla tilbúinn í sumarMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnÓánægja með flutning starfa á höfuðborgarsvæðiðStálu tveggja milljóna króna dekkjalagerTveir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á GarðvegiTafir á Reykjanesbraut vegna árekstursStefna á öll 18 mánaða börn fái leikskólapláss – Stækka þá leikskóla sem þarf