Nýjast á Local Suðurnes

Þekktir rithöfundar og tónlist á Bókakonfekti

Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar verður haldið í kvöld, fimmtudaginn 1. desember klukkan 20.00.

Rithöfundarnir Úlfar Þormóðsson, Sigríður Hjaltalín og Jóhann Helgason lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði með jólaívafi frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og eru aðgangur ókeypis.