Nýjast á Local Suðurnes

Kolbrún Jóna verður Formaður Framtíðarnefndar

Kolbrún Jóna Pétursdóttir var kjörin formaður Framtíðarnefndar Reykjanesbæjar á fyrsta fundi nefndarinnar sem haldinn var í gær. Súsanna Björg Fróðadóttir var kjörin varaformaður og Styrmir Gauti Fjeldsted verður ritari nefndarinnar.

Nefndin mun meðal annars fjalla um atvinnuuppbyggingu í Reykjanesbæ og útfærslu á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuviku. Framtíðarnefnd er ein þeirra þriggja nýju nefnda sem ákveðið var að stofna samkvæmt málefnasamningi milli Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ kjörtímabilið 2018-2022.