sudurnes.net
Kolbrún Jóna verður Formaður Framtíðarnefndar - Local Sudurnes
Kolbrún Jóna Pétursdóttir var kjörin formaður Framtíðarnefndar Reykjanesbæjar á fyrsta fundi nefndarinnar sem haldinn var í gær. Súsanna Björg Fróðadóttir var kjörin varaformaður og Styrmir Gauti Fjeldsted verður ritari nefndarinnar. Nefndin mun meðal annars fjalla um atvinnuuppbyggingu í Reykjanesbæ og útfærslu á sveigjanlegum vinnutíma og styttingu vinnuviku. Framtíðarnefnd er ein þeirra þriggja nýju nefnda sem ákveðið var að stofna samkvæmt málefnasamningi milli Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ kjörtímabilið 2018-2022. Meira frá SuðurnesjumFlóttafólk áfram á fjárhagsaðstoð þó það fái vinnuFlóttamönnum fjölgar hratt – Hóteli lokað og leigt ríkinuMest mun mæða á Reykjanesbraut – Gagnvirkt kort sýnir lokanirLítilsháttar umferðartafir vegna framkvæmda í dagStefna á 150 milljarða framkvæmdir með nýrri nálgunHækkun á nær öllum liðum gjaldskrár ReykjanesbæjarVígja göngu- og hjólastíg á milli hverfaReykjanesbær eftirbátur annara sveitarfélaga á Suðurnesjum í leikskólamálumMöguleiki á meirihluta án Beinnar leiðar – “Þurfum ekkert að flýta okkur”Vilja lækkun hámarkshraða og hraðahindranir