Nýjast á Local Suðurnes

Tók kjúklingaleggi og nestisbox ófrjálsri hendi

Erlendur karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrrakvöld reyndist hafa í bakpoka sínum varning, að verðmæti á tólfta þúsund krónur, sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi í verslun í umdæminu.

Starfsmenn viðkomandi verslunar urðu þessa varir, en maðurinn hafði greitt fyrir nokkrar vörur sem hann hafði tínt til, en ætlað síðan út með bakpokann. Í honum var meðal annars að finna hníf, brýni, nestisbox og kjúklingaleggi.