Nýjast á Local Suðurnes

Kiwanisklúbburinn Keilir gaf nýjar birgðir af böngsum til Brunavarna Suðurnesja

Þann 21 Nóvember afhenti Kiwanisklúbburinn Keilir nýjar birgðir af böngsum til Brunavarna Suðurnesja en bangsarnir eru ætlaðir til huggunar fyrir þau börn sem þurfa á sjúkraflutningum að halda.

Hefð hefur skapast fyrir því að Kiwanisklúbburinn Keilir gefi bangsa til Brunavarna Suðurnesja.

Bangsinn hefur fengið nafnið Ævar en það er gert í nafni Ævars Guðmundssonar fyrrverandi Keilismanns sem lést árið 2008 en fjölskyldan hans styrkti verkefnið „Kiwanisklukkan“ á hringtorginu á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu og síðan þá hefur verið afhentur styrkur í nafni hans.

Eyrún Helga Ævarsdóttir  og Óliver Ævar sáu um að afhenda bangsana en Eyrún er dóttir Ævars heitins og Óliver Ævar er barnabarn hans. Á meðfylgjandi mynd eru Eyrún og Óliver ásamt Skúla Magnússyni forseta Keilis að afhenda vaktinni frá Brunavörnum Suðurnesja bangsana góðu.