Nýjast á Local Suðurnes

Ert þú næsta Rauðhetta? – Kynning hjá Leikfélagi Keflavíkur

Leikfélag Keflavíkur fær hæsta styrkinn að þessu sinni

Miðvikudaginn 9. september mun fara fram almennur félagsfundur hjá Leikfélagi Keflavíkur þar sem haustverkefni félagsins, Rauðhetta, verður kynnt. Fundurinn hefst kl. 20:00 í Frumleikhúsinu að Vesturgötu 17. Allir 16 ára og eldri sem hafa áhuga á að taka þátt í einhverju tengdu uppsetningunni eru velkomnir.

Víkingur Kristjánsson mun leikstýra Rauðhettu hjá Leikfélagi Keflavíkur, en hann á að baki fjölmargar leiksýningar sem leikstjóri og leikari.

Þú þarft ekki að vera skráður leikfélagi til að taka þátt, allir eru velkomnir. Óskum eftir fólki í öll hlutverk. Smíðavinnu, förðun, búningahönnun, hljóðfæraleikara og margt meira, segir á Fésbókarsíðu leikfélagsins.