sudurnes.net
Ert þú næsta Rauðhetta? - Kynning hjá Leikfélagi Keflavíkur - Local Sudurnes
Miðvikudaginn 9. september mun fara fram almennur félagsfundur hjá Leikfélagi Keflavíkur þar sem haustverkefni félagsins, Rauðhetta, verður kynnt. Fundurinn hefst kl. 20:00 í Frumleikhúsinu að Vesturgötu 17. Allir 16 ára og eldri sem hafa áhuga á að taka þátt í einhverju tengdu uppsetningunni eru velkomnir. Víkingur Kristjánsson mun leikstýra Rauðhettu hjá Leikfélagi Keflavíkur, en hann á að baki fjölmargar leiksýningar sem leikstjóri og leikari. Þú þarft ekki að vera skráður leikfélagi til að taka þátt, allir eru velkomnir. Óskum eftir fólki í öll hlutverk. Smíðavinnu, förðun, búningahönnun, hljóðfæraleikara og margt meira, segir á Fésbókarsíðu leikfélagsins. Meira frá SuðurnesjumÞremur sýningum lýkur á sunnudag – Ókeypis aðgangurMagnús Scheving með fyrirlestur í tilefni HeilsuvikuStelpur rokka! með rokksumarbúðir í ReykjanesbæFjáröflunartónleikar Hollvina Unu í Útskálakirkju í kvöldStæði fyrir húsbíla og ferðavagna á tveimur stöðum á LjósanóttAllt sem var í búrskápnum til sýnis á LjósanóttUpplifðu gamlar hefðir á jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsinu á sunnudagLokað fyrir heita vatnið annað kvöld í öllum sveitarfélögunum nema GrindavíkMikil gleði á jólaballi fólks með fötlun á RánniJónsmessuganga Bláa lónsins á laugardag – Ingó Veðurguð tekur lagið