Nýjast á Local Suðurnes

Biðla til ökumanna að skoða myndavélar

Lögregla biðlar til ökumanna sem voru á svæðinu í kringum Njarðvíkursjoppu við Reykjanesveg um klukkan 13:30 og eru hugsanlega með myndavélar í bílum sínum að kanna myndefnið, en lögregla rannsakar mál þar sem ekið var á gangandi vegfaranda við gangbrautarljós.

Í tilkynningu segist lögregla sérstaklega horfa í þá ökumenn sem óku í norður eða suður frá sjoppunni.

Ökumaður fór af vettvangi án þess að huga að þeim sem ekið var á. Ökutækið er hvítur sendibíll í minni kantinum og hvetjum við ökumann til að gefa sig fram við lögreglu. Ef einhverjir hafa verið vitni að þessu þá biðjum við ykkur einnig að hafa samband.