Nýjast á Local Suðurnes

Andri Rúnar til Helsingborg

Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason, sem sló í gegn með Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar og jafnaði markametið í efstu deild með því að skora 19 mörk hefur gengið til liðs við sænska liðið Helsingborg.

Þetta kemur fram á vef Fótbolta.net, en þar er greint frá því að samningurinn sé til tveggja ára og að þjálfari liðsins sé ánægður með að fá leikmanninn í hópinn.