Nýjast á Local Suðurnes

Heyrnarlaus nemandi Holtaskóla fær ekki námsgögn

Andri Fannar Ágústsson er nemandi við Holtaskóla í Reykjanesbæ en íslenskt táknmál er hans fyrsta mál, kröfu þess efnis að hann fengi námsgögn sín þýdd yfir á táknmál var vísað frá héraðsdómi í lok maí og staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu dómsins í síðustu viku. Það er Vísir.is sem fjallar um málið.

Í nóvember á síðasta ári fór lögmaður Andra fram á það við Námsgagnastofnun að stofnunin myndi útvega námsgögn fyrir skjólstæðing sinn líkt og lög kvæðu á um. Svar stofnunarinnar var á þann veg að henni bæri ekki skyldu til að koma til móts við óskir stefnanda um að þýða námsefni yfir á táknmál. Stofnunin tæki mið af fjárheimildum fjárlaga og það væri einfaldlega ekki svigrúm til að koma til móts við Andra – Málið hefur síðan þá farið í gegnum héraðsdóm og nú Hæstarétt.

Holtaskóli verður settur á mánudaginn eftir viku og hefur Andri Fannar þá nám í sjötta bekk. Námsefni fyrir hann er ekki tilbúið og ljóst að afar erfitt verður að haga málum þannig að það verði tilbúið er skólinn hefst.

Það má lesa meira um málið hér.