Nýjast á Local Suðurnes

Jóhann kjörinn formaður Lýðheilsuráðs

Fyrsti fundur nýs Lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn í gær. Ráðið fer fyrir heilbrigðis- og velferðarmálum sveitarfélagsins, meðal annars varðandi heilbrigðisþjónustu og heilsueflingu.

Jóhann Friðrik Friðriksson var kjörinn formaður ráðsins á þessum fyrsta fundi, en Anna Sigríður Jóhannesdóttir bauð sig einnig fram í embætti formanns og var Jóhann kjörinn með þremur atkvæðum fulltrúa meirihluta. Guðrún Ösp Theodórsdóttir og Anna Sigríður Jóhannesdóttir buðu sig fram í embætti varaformanns og var Guðrún Ösp kjörin með fjórum atkvæðum meirihluta og fulltrúa Á-lista. Anna Sigríður Jóhannesdóttir var kjörin ritari.

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, kynnti verkefni og starfssvið lýðheilsuráðs. Hún kynnti einnig nýjan lýðheilsufulltrúa, Guðrúnu Magnúsdóttur, og fór yfir starfssvið hennar.