Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík ekki með í Útsvari í vetur

Níunda veturinn í röð verður Útsvar á dagskrá Rúv nú á komandi hausti en við verðum því miður að hryggja lesendur með þeim fréttum að Grindavík verður ekki með í ár. Grindavík hefur vanalega komist inn í krafti stærðar sinnar og árangurs fyrri ára. Núna eru aðeins 8 efstu lið síðasta árs örugg inn. Næstu 16 eru dregin úr hatti og var Grindavík ekki dregið út að þessu sinni. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins, en þar segir ennfremur:

Frammistaða liðs Grindavíkur í fyrra var ekki upp á marga fiska en liðið datt út í fyrsta þætti og rétt náðu að bjarga andlitinu á lokasprettinum. Í kjölfarið kom upp sú hugmynd hvort ekki ætti að setja á fót æfingabúðir fyrir næsta ár. Nú höfum við a.m.k. heilt ár í viðbót til að æfa okkur.