Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla lagði hald á kannabisefni og e-töflur í húsleit

Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði kannabisefni, meintar e – töflur og stera í húsleit sem gerð var í  íbúðarhúsnæði í umdæminu í fimmtudag. Megna kannabislykt lagði út úr íbúðinni þegar lögreglumenn bar að garði. Húsráðandi heimilaði leit og í húsnæðinu fundust ofangreind efni. Um var að ræða tugi af  e – töflum og steratöflum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500.  Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.