Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkurstúlkur taka á móti HK/Víking í undanúrslitum Lengjubikars

Keflavík tekur á móti HK/Víking í undanúrslitum Lengjubikars kvenna. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöll og hefst kl. 16:30. Keflavík sigraði sinn riðil en HK/Víkingur komst í undanúrslit sem stigahæsta liðið í 2. sæti. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Völsungur og Haukar.

Nú er um að gera að fjölmenna í Reykjaneshöllina og hvetja stúlkurnar til sigurs.