Nýjast á Local Suðurnes

Stöðug fjölgun íbúa í Grindavík

Í upphafi þessa árs eða Þann 8. janúar síðastiðinn kom 3.000. Grindvíkingurinn í heiminn. Þeir urðu reyndar tveir en þessa nótt komu tvíburar í heiminn sem deila því titlinum 3.000. Grindvíkingurinn og Grindvíkingum fjölgar enn því nú tæpu ári síðar er íbúatalan komin upp í 3118.

grafnet fjorlgun grindavik

Fjölgunin hefur verið nokkuð stöðug síðan tvíburarnir komu í heiminn, það sem af er þessu ári, í lok nóvember, er fjölgunin 4%. Alls hefur fjölgað um 230 íbúa síðan í janúar 2014, eða um 7%. Grindvíkingar með erlent ríkisfang eru 351, þar af eru pólskir Grindvíkingar 228, segir á heimasíðu sveitarfélagsins.