Nýjast á Local Suðurnes

Göngustígur á milli Garðs og Sandgerðis verði klár í apríl

Suðurnesjabær hefur óskað eftir tilboðum í gerð göngu- og hjólastígs á milli Sandgerðis og Garðs.

Stígurinn verður 4.070 m langur, malbikaður í 2,5 m breidd og upplýstur.

Samkvæmt útboðsgögnum á framkvæmdum að vera lokið fyrir 1. apríl 2020.