Nýjast á Local Suðurnes

Brotinn eldingarvari olli þriggja tíma rafmagnsleysi

Raf­magn er komið á í Grindavík, en rafmagnslaust var í sveitarfélaginu í um þrjár klukkustundir í dag.

Rafmagn fór af klukk­an 9.15 í morgun og var komið á á ný klukkan rúmlega eitt.

Ástæðan fyr­ir raf­magns­leys­inu var að eld­ing­ar­vari brotnaði á Svarteng­is­línu. Mann­skap­ur var send­ur á svæðið sem gerði við eld­inga­var­ann og þá var hægt að setja lín­una inn aft­ur, segir á vef mbl.is.