Nýjast á Local Suðurnes

Magnús í kassanum sló í gegn á þrettándagleði

Það er gamall siður í Grindavík að börn klæði sig upp í furðubúninga og fari í hús og sníkja sælgæti. Í lok dags er svo búningakeppnin vinsæla á þrettándagleðinni og í ár var met þátttaka. Fjölmargir frumlegir og skemmtilegir búningar sáust að þessu sinni en á engan er hallað þegar því er haldið fram að Almar í kassanum (Magnús) hafi slegið í gegn að þessu sinni og stolið sviðsljósinu.

Í búningakeppninni eru keppt í þremur aldursflokkum; leikskólakrakkar, 1.-3. bekkur og 4. bekkur og eldri. Hér fyrir neðan má sjá sigurvegarana í búningakeppninni – Fleiri myndir er að finna á Facebook-síðu Grindavíkur.

threttandi grindavik buning2

threttandi grindavik buning3

threttandi grindavik buning1