Nýjast á Local Suðurnes

Sölumaður fíkniefnabangsa fundinn

Lög­regl­an á Suður­nesj­um er búin að hafa uppi á manni sem tal­inn er hafa selt pilti hlaup­bangsa sem tvær ung­lings­stúlk­ur inn­byrtu um síðustu helgi. Stúlkurnar voru fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús í kjölfar neyslu á böngsunum.

Bangs­arn­ir inni­héldu kanna­bis­efni og morfín. Þetta staðfest­ir Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, við mbl.is, en í frétt miðilsins kemur fram að ekki hafi verið mögulegt að fá upplýsingar um líðan stúlknanna.