Nýjast á Local Suðurnes

Fundu fíkniefni á bílastæði

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um fund fíkniefna á bifreiðastæðinu framan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist vera um að ræða poka með kannabisefni og litla glerpípu.

Efnið og pípan voru haldlögð og þeim fargað.