Nýjast á Local Suðurnes

Sex vilja stjórna Stapaskóla

Sex aðilar sóttu um skólastjórastöðu Stapaskóla í Dalshverfi í Innri-Njarðvík, en skólinn er í byggingu. Fyrsti áfangi hins nýja skóla verður tekinn í notkun árið 2020. Skólinn er dýrasta bygging sem sveitarfélagið hefur ráðist í.

Eftirtaldir sóttu um stöðuna:

Anna María Kortsen Þorkelsdóttir

Ásdís Hrönn Viðarsdóttir

Gróa Axelsdóttir

Guðrún Erla Sigurðardóttir

Jónína Ágústsdóttir

María Petrína Berg