Nýjast á Local Suðurnes

Pink Floyd messa í Keflavíkurkirkju á laugardagskvöld

Tónlist hinnar heimsfrægu hljómsveitar Pink Floyd mun ráða ríkjum í Keflavíkurkirkju að lokinni flugeldasýningu klukkan 23 á laugardagskvöldi Ljósanætur.

Níu manna hljómsveit frá Vestmannaeyjum sér um flutning á þessari tónlist sem er löngu orðin sígild. Guðsorð, bæn og blessun verða að sjálfssögðu í boði. Öll eruð þið velkomin, segir á heimasíðu viðburðarins.