Nýjast á Local Suðurnes

Rúmlega 500 þúsund krónur söfnuðust í Minningarsjóð Ölla í Reykjavíkurmaraþoni

Hlauparar á vegum Minningarsjóðs Ölla söfnuðu 540.000 krónum í Reykjavíkurmaraþoni sem fram fór um helgina. Ekki hefur verið lokað fyrir söfnunina, þannig að vonandi á þessi tala eftir að hækka.

Minningarsjóður Ölla hóf starfsemi haustið 2013 og hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Minningarsjóðurinn hefur veitt veglega styrki til Hjálparstarfs kirkjunnar, Velferðarsjóðs Suðurnesja og Fjölskylduhjálpar Íslands og eins styrkt börn beint. Styrkurinn til Hjálparstarfs kirkjunnar var veittur í júlí 2016 og hljóðaði upp á eina milljón króna.

Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta enn styrkt hlauparana með því að smella hér, eða lagt inn á reikning sjóðsins 0322-26-021585, kt. 461113-1090.