Nýjast á Local Suðurnes

Ferðamenn í vandræðum á Suðurstrandavegi

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Dagurinn hefur verið nokkuð annasamur hjá björgunarsveitum landsins. Víða hefur verið töluverð ófærð og hefur fjöldi ökumanna fengið aðstoð þeirra. Verst var ástandið á Suðvesturhorninu, á svæðinu frá Brynjudal í botni Hvalfjarðar suður í Krísuvík og á Suðurstrandavegi. Þar sátu tugir bíla fastir og var ástandið víða erfitt.

Björg­un­ar­sveit­in Þor­björn í Grinda­vík tók þátt í að koma manni og tveim­ur börn­um til byggða í dag, en þau sátu föst í bíl á Suður­stranda­veg­in­um sem er ófær um þess­ar mund­ir og hafa margir ferðamenn fest litla bíla­leigu­bíla á ­veg­in­um.