Nýjast á Local Suðurnes

Opið hús í bólusetningu

Opið hús verður fyrir einstaklinga 60 og eldri sem eiga eftir að fá bólusetningu.

HSS býður upp á „opið hús“ í bólusetningarhúsnæðinu á Ásbrú milli klukkan 12 og 13 í dag, föstudaginn 7. maí, þar sem einstaklingum 60 ára og eldri (fæddir 1961 og fyrr) sem ekki hafa fengið bólusetningu, býðst bólusetning með AstraZeneca, á meðan birgðir leyfa.

Ekki þarf að bóka tíma fyrirfram. Nóg er að mæta á staðinn og sýna skilríki.