Nýjast á Local Suðurnes

Lúmsk hálka á Reykjanesbraut – Tveir ekið á ljósastaur í dag

Lögreglan á Suðurnesjum vill beina þeim tilmælum til ökumanna að gæta sérstaklega að ökuhraða á Reykjanesbrautinni en það er lúmsk hálka á köflum.

Tvisvar hefur verið ekið á ljósastaur á Reykjanesbrautinni það sem af er degi. Eru þessi tilmæli komin til eftir að nokkrar bifreiðar komu inn í hraðaratsjá lögreglubifreiðar, á tæplega 120 km/klst, en lögreglubifreiðin átti leið um Reykjanesbrautina rétt í þessu, segir á Facebook-síðu lögreglunnar.

Þá hefur Suðurstrandarvegi verið lokað vegna ófærðar, segir einnig á Facebook-síðu lögreglu.