Nýjast á Local Suðurnes

Kviknaði í bílhræi við bensínaftöppun

Eldur kviknaði í bíl við Fitjabraut á dögunum, en greint var frá málinu á Sudurnes.net. Mikill, þykkur reykur myndaðist þegar kviknaði í bílnum og sást hann vel víða að.

Ekki fengust nánari upplýsingar um atburðarásina á þeim tíma sem eldurinn kom upp, en lögregla hefur nú sent frá sér tilkynningu vegna þessa.

Í tilkynningunni segir að kviknað hafi í bílhræi sem verið var að tappa bensíni af í Njarðvik. Talið var að neisti frá rafgeymi hefði komist í bensínið. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.