Nýjast á Local Suðurnes

Eldur kom upp í bifreið á Fitjabraut

Eldur kom upp í bifreið á Fitjabraut í Njarðvík um klukkan hálf þrjú í dag. Lögregla og slökkvilið voru kölluð til og gengu störf þeirra greiðlega fyrir sig.

Mikinn reyk lagði frá brunanum sem sást víða að eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni en hún var tekin úr Innri-Njarðvík.