Nýjast á Local Suðurnes

Vonast til að geta boðið eldri borgurum niðurgreiddan mat á ný

Félag eldri borgara í Grindavík hvetur bæjarstjórn til þess að leita allra leiða til að halda áfram með mötuneyti í Víðihlíð. Grindavíkurbær hætti nýlega tilraunaverkefni sem staðið hafði yfir frá því í febrúar þar sem eldri borgurum var boðið upp á heitan hádegismat á niðurgreiddu verði. Verkefnið hafði mælst vel fyrir, og úrræði vel nýtt, en ekki náðust samningar við HSS um áframhaldandi  leigu á eldhúsi til verksins.

Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í vikunni þar sem bæjarstjóri kynnti stöðu mála. í máli hans kom fram að farið hafa fram viðræður við forstjóra HSS og vonir standa til að hægt verði að ná samkomulagi um áframhaldandi leigu á eldhúsinu í Víðihlíð.