Nýjast á Local Suðurnes

Unglingar úr Garði og Sandgerði tóku þátt í Landsmóti Samfés

Ungmenni úr nemendaráðum skóla og félagsmiðstöðvanna Skýjaborgar í Sandgerði og Eldingar í Garði,  ásamt starfsfólki félagsmiðstöðva hélt norður yfir heiðar á Landsmót og Landsþing Samfés um síðustu helgi. Ríflega 400 ungmenni frá um 112 félagsmiðstöðvum um allt land sóttu viðburðinn.

Á laugardeginum völdu ungmennin sér smiðjur til að taka þátt í sem eru flokkaðar sem valdefling eða afþreying, en þar lærðu börnin ýmislegt sem nýta má í félagsmiðstöðvastarfið og voru frædd um þætti sem munu efla þau sem góða þjóðfélagsþegna.

Sunnudagurinn fór svo í Landsþingið en þá var ungmennum skipt í 20 manna umræðuhópa, sem stýrt var af ungmennum úr ungmennaráði Samfés, og helstu samfélagsmálin rædd. Niðustöður umræðuhópana eru svo sendar aðilum innan stjórnsýslunnar.