Nýjast á Local Suðurnes

Forsetinn flokkar póstinn hans Atla Más

Rannsóknarblaðamaðurinn Atli Már Gylfason gerði athyglisverða tilraun á dögunum þegar hann flutti lögheimili sitt á Bessastaði. Á Facebook-síðu sinni greinir Atli Már frá því að þetta hafi hann gert til að sýna fram á að hver sem er geti flutt lögheimili sitt hvert sem er án athugasemda og vitneskju þess sem býr á viðkomadi heimili.

“…Þannig að í nokkra daga fékk Guðni Th. öll innheimtubréfin mín. Þarf að taka bíltúr þangað við tækifæri og sækja póstinn minn…” Segir Atli Már á Facebook.

logh atli m

Mynd: Facebook/skjáskot