Nýjast á Local Suðurnes

Gasmengun yfir byggð á Suðurnesjum

Búast má við að gasmengun frá eldstöðvunum við Fagradalsfjall muni leggja yfir byggð á norðvestanverðum Reykjanesskaga í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Um hádegi snýst vindur til norðurs og dreifist þá gas til suðurs. Líklegt þykir að mengun safnist í lægðum við gosstöðvarnar í fyrramálið og seint annað kvöld en á öðrum tímum ætti að vera nægur vindur til að koma í veg fyrir það, segir í tilkynningunni.