Nýjast á Local Suðurnes

Kolbrún Júlía Íslandsmeistari í hópfimleikum

Kolbrún Júlía lengst til hægri í neðstu röð, ásamt Íslandsmeisturum Gerplu í hópfimleikum

Kvennalið Gerplu í hópfimleikum tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í íþróttinni á dögunum, eftir harða keppni við Stjörnuna, liðið fékk 54.750 stig, og varð þannig aðeins 0.700 stigum á undan Stjörnunni í keppni á áhöldum. Liðið varð jafnframt Íslandsmeistari á dýnu.

Suðurnesjamenn eignuðust þar með Íslandsmeistara í greininni, en Kol­brún Júlía Guðfinnsdóttir Newm­an, keppti með liði Gerplu að þessu sinni. Kolbrún Júlía hefur gert það gott að undanförnu í íþróttinni, en hún hefur meðal annars æft og keppt með landsliðinu í hópfimleikum sem komst í úrslit á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu sem fram fór í Mari­bor í Slóven­íu síðastliðið haust.