Nýjast á Local Suðurnes

Kortin gul á ný – Snjókoma og stormur fram á kvöld

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Enn ein gul veðurviðvörun hefur verið gefin út af Veðurstofu. Viðvörunin gildir frá hádegi í dag, 19. febrúar, til klukkan 21 í kvöld.

Veðurstofa gerir ráð fyrir vestan hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 18-23 m/s. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum til fjalla í fyrstu en síðar á öllu svæðinu. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir eru líklegar.