Nýjast á Local Suðurnes

Dunkin´Donuts opnar á Fitjum í júní

Fjórða úti­bú Dunk­in’ Donuts á Íslandi verður á Fitj­um í Reykja­nes­bæ og er áætlað að opnað verði í júní. Um er að ræða fyrsta stað­inn sem opnaður er utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Staðirnir sem fyrir eru eru staðsettir á Lauga­vegi, í Kringl­unni og sá þriðji við Smáralind.

Mik­ill spenn­ing­ur virðist alltaf ríkja við opn­un á nýj­um stöðum þar sem árs­birgðir af kleinu­hringj­um fylgja fyr­ir fyrstu gesti, en þegar fyrsti staður­inn var opnaður á Lauga­vegi stóðu yfir hundrað manns í röð.