Fá ekki að setja upp skotsvæði í landi Grindavíkurbæjar
Erindi frá Skotdeild UMFG var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar Grindavíkur á mánudag, en í erindinu óskaði Skotdeildin eftir skotsvæði til æfinga.
Í bókun nefndarinnar kemur fram að Skipulagsnefnd hafi áður hafið vinnu við deiliskipulag fyrir skotsvæði án árangurs, auk þess sem nefndin hafi tekið þó nokkur svæði til skoðunar án árangurs.
Nefndin hafnaði þó erindinu í ljósi aukinnar útivistar almennings og hlutverki Grindavíkur innan Reykjanes Geopark og telur skipulagsnefnd að ekki sé hægt að koma fyrir skotsvæði með góðum hætti innan svæðis sem Grindavíkurbær er landeigandi að.